Verkalýðsfélag Vestfirðinga gefur fjölþjálfa í Sundlaug Drangsness

Eva og TryggviFyrr í vetur gaf Verkalýðsfélag Vestfirðinga sundlauginni á Drangsnesi nýjan fjölþjálfa til þrekþjálfunar. Formleg afhending fór fram í dag þegar Eva K. Reynisdóttir afhenti forstöðumanni sundlaugarinnar Tryggva Ólafssyni gjafabréf fyrir fjölþjálfanum frá Verkalýðsfélaginu. Þetta er mjög fullkomið tæki og gott. Má segja að með tilkomu hans sé kominn góður vísir að þreksal í húsnæði sundlaugarinnar en þar er einnig hlaupabretti og lítill lyftingabekkur. Ágæt aðsókn hefur verið í þreksalinn undanfarið og komast stundum færri að en vilja.

Eva afhendir Tryggva Ólafs gjafabréf – Ljósm. Jenný Jensdóttir