Vatnslaust eftir miðnætti

Íbúum Hólmavíkur er bent á að það verður vatnslaust á Hólmavík vegna viðgerða eftir miðnætti og fram eftir nóttu. Íbúar í Höfðahverfi verða þó ekki fyrir vatnsleysi að sögn starfsmanna hreppsins. Vonast er til að viðgerðinni ljúki á tveimur til þremur tímum. Öll hús við Hafnarbraut, Vitabraut og Skólabraut verða vatnslaus ásamt öllum húsum fyrir innan Klif.