Valentínusardagurinn

Blóm, ljósberi

Þann 14. febrúar ár hvert er Valentínusardagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim og líka á Ströndum. Dagurinn er helgaður ástinni í flestum löndum, en þó vináttunni í sumum, og er haldinn á messudegi heilags Valentínusar. Siðurinn á uppruna í Evrópu, að því er virðist á 14. öld. Sums staðar er til siðs að gefa ástinni sinni súkkulaði eða blóm og Valentínusarkort eru vinsæl í nokkrum löndum. Hér á landi hefur virðing dagsins aukist verulega eftir að þekkt útvarpskona tók hann upp á arma sína fyrir nokkrum árum, en það hefur þó tíðkast í blómabúðum í Reykjavík að útbúa litla blómavendi í tilefni dagsins allt frá miðri 20. öld.