Út í bláinn – í Gallerí Klúku

645-utiblainn

Síðastliðinn laugardag var opnuð myndlistarsýningin ÚT Í BLÁINN í Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Um er að ræða samsýningu þar sem myndlistamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Árni Páll Jóhannsson sýna skúlptúra og annað lítilræði. Árni Páll Jóhannsson á að baki áratuga langan feril sem myndlistarmaður, en þetta er önnur sýning hans í Gallerí Klúku. Kristinn E. Hrafnsson hefur unnið að list sinni undanfarna áratugi og sýnt víða hér heima og erlendis. Þetta er fyrsta sýning Kristins í Gallerí Klúku. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10:00 til kl. 22:00 fram eftir sumri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.