Úrslit í firmakeppni skíðafélagasins

Sigurliðið hampar bikarnumÚrslitin úr boðgöngunni um síðustu helgi hafa verið færð inn á heimasíðu Skíðafélagsins. Veður var prýðilegt í Selárdal þegar mótið fór fram, suðvestan andvari, skýjað og hiti 8¨C. Alls mættu 6 lið til leiks og var keppnin æsispennandi frá upphafi til enda göngunnar. Í fyrsta sæti var lið Orkubúsins, en í því voru Branddís Ragnarsdóttir, Jakob Ingi Sverrisson og Ólafur Orri Másson. Orkubúið fær því farandbikar til varðveislu í eitt ár, eftir gönguna fór hluti sveitarinnar með bikarinn í Orkubúið og afhenti hann starfsmönnum Orkubúsins með óskum um velfarnað í baráttunni við rafmagnsleysið sem hrjáði hafði Strandamenn daginn áður.

Skíðafélag Strandamanna þakkar fyrirtækjunum fyrir stuðninginn, starfsmönnum fyrir vel unnin störf og keppendum fyrir þátttökuna. Myndir af liðunum sem tóku þátt er að finna hér fyrir neðan og fleiri myndir og nánari úrslit er að finna á heimasíðu Skíðafélags Strandamanna. Þess má geta að Sparisjóðsmóti sem vera átti í gær var frestað um óákveðinn tíma sakir ótíðar.

164

Sigrún, Dagrún og Einar (tók við verðlaunum fyrir Jamison Ólaf)

0

Villi, Gunnhildur og Darri Hrannar

center

Guðjón, Einar Friðfinnur og Theódór

Rósmundur, Kolbrún og Jóhanna

Ragnar, Númi og Oddur Kári