Upplýsingamiðstöðin opnuð

Upplýsingamiðstöðin  félagsheimilinu á Hólmavík opnaði kl. 8:00 í morgun í mestu veðurblíðu. Miðstöðin verður opin á bilinu 8:00-17:00 alla daga til ágústloka. Á upplýsingamiðstöðinni er netkaffi, eldunaraðstaða og þvottavél og þurrkari fyrir ferðafólk til afnota. Þeir ferðaþjónar sem áhuga hafa á að láta bæklinga liggja frammi á miðstöðinni eru hvattir til að senda bæklinga eða skilja þá þar eftir. Miðstöðin sér einnig um sölu á tjaldsvæðið á Hólmavík sem er vel út búið og vinsælt og er opið inn á salernin í félagsheimilinu allan sólarhringinn. Í Upplýsingamiðstöðinni er einnig handverkssala Strandakúnstar og er handverksfólk hvatt til að koma munum á staðinn og í sölu sem fyrst.

Póstfang: Upplýsingamiðstöðin, Norðurtúni 1, 510 Hólmavík,
Sími: 451-3111
Netfang: info@holmavik.is
Veffang: www.holmavik.is/info  

Ferðaþjónar eru beðnir að skoða vefsíðu Upplýsingamiðstöðvarinnar og koma athugasemdum og leiðréttingum á framfæri.

Upplýsingamiðstöðin

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er rétt við tjaldsvæðið og sundlaugina.

Fyrsti gesturinn í morgun var umsjónarmaðurinn frá í fyrra, Arnar S. Jónsson. Hann vatt sér umsvifalaust bak við afgreiðsluborðið og las yfir bækling um Veiðisumarið 2007. Jakkinn lengst til vinstri á myndinni er í óskilum – ef eigandinn kannast við hann getur hann vitjað hans á Upplýsingamiðstöðinni.

ferdathjonusta/580-upplo2.jpg

Það er komið sumar á tjaldsvæðinu og allnokkrir gestir gistu þar í maí.

ferdathjonusta/580-tjaldsvaedi-holma2.jpg

Góð aðstaða er fyrir húsbíla, t.d. til að losa affallstanka og ferðasalerni, einnig er rafmagn á svæðinu.

ferdathjonusta/580-tjaldsvaedi-holma.jpg

Leiktækin eru líka vinsæl, eins og sjá má.

Ljósmyndir – Jón Jónsson