Upplýsingamiðstöðin opin fram á kvöld

Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík verður opin fram á kvöld vegna Hamingjudaga, enda er mikil umferð til Hólmavíkur og fjöldi menningarviðburða á dagskránni. Auk þess að sjá um tjaldsvæðið er ýmis söluvarningur á boðstólum í miðstöðinni, t.d. hinir sívinsælu hamingjubolir en nú er hver að verða síðastur til að tryggja sér eintök af þeim því salan hefur verið afbragðs góð. Einnig fæst hamingjulagið í ár Hólmavík er best í miðstöðinni, kökur og kleinur, auk þess sem fjölbreytt handverkssala Strandakúnstar er að sjálfsögðu á sínum stað.