Ungmennafélagið Geisli á Hólmavík fundar

Aðalfundur Ungmennafélagsins Geisla á Hólmavík verður haldinn í setustofu Grunnskólans á Hólmavík sunnudaginn 14. mars 2010. Hefst fundurinn kl. 20:00 og eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskránni, þar á meðal skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, kosning nýrrar stjórnar og önnur mál. Allir eru velkomnir á fundinn. Geislinn hefur m.a. staðið fyrir íþróttaæfingum yngri flokka á Hólmavík og haft samstarf við Kormák á Hvammstanga um þátttöku í hópíþróttum og keppni.