Tvö verkefni á Ströndum á Samgönguáætlun 2018

Tvö verkefni á Ströndum sem eiga að hefjast á þessu ári eru á samþykktri Samgönguáætlun 2015-2018. Annars vegar er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við vegagerð um Veiðileysuháls og eru 200 milljónir áætlaðir í framkvæmdir á þessu ári, en alls er gert ráð fyrir að verkefnið kosti 700 milljónir. Þá eru áætlaðir 50 milljónir á þessu ári í framkvæmdir við sunnanverðan Steingrímsfjörð milli bæjanna Heydalsár og Þorpa en þar er ennþá 4 km malarvegur. Þá er stefnt að verklokum fyrri hluta ársins við smíði brúar yfir Bjarnarfjarðará og vegtengingu við hana, en það verkefni hefur dregist fram yfir það sem áætlað var.