Tveir ferðastyrkir á Strandir

Nú hefur verið úthlutað styrkjum til ferðaþjónustuverkefna víða um land í tengslum við mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar í ferðamálum, vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Tvö verkefni á Ströndum fá styrki, annars vegar Minja- og handverkshúsið Kört í Árneshreppi sem fær 1 milljón og hins vegar Félag áhugafólks um stofnun Grásleppu og nytjaseturs Stranda á Drangsnesi sem fær 2 milljónir. Fjöldi styrkja fer til vestfirskra verkefna, alls 18 talsins fyrir utan þá 2 sem verkefnum á Ströndum falla í skaut og eru styrkupphæðir á bilinu 1-6 milljónir. 

Lista um styrkina má nálgast undir þessum tengli.