Tómt bull á 1. apríl


Allar fréttir sem settar voru á strandir.is í gær, þann 1. apríl, voru tómt bull og vitleysa. Á það jafnt við um heita vatnið, yfirhalningu á strandir.is og gullkaupmanninn sem ætlaði að koma við í Kaupfélaginu. Vissulega hefðu Hólmvíkingar glaðst yfir heita vatninu og vefnum strandir.is veitir ekkert af umbótum, en því miður var ekkert af þessu satt. Vonandi eru allir kátir yfir allri þessari vitleysu.