Tjón á bryggjum á Hólmavík 8,8 milljónir

Óveðrið - ljósm. ÁJEins og áður hefur komið fram hér á vefnum urðu töluverðar skemmdir á bryggjum á Hólmavík í óveðri þann 30. desember síðastliðinn. Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var greint frá skýrslu frá Kristjáni Helgasyni hjá Siglingastofnun um skemmdir á bryggjum á Hólmavík, en hann telur að heildartjón nemi að minnsta kosti 8,8 milljónum, en þar af er hlutur Siglingastofnunar 7,5 milljónir. Einnig er líklegt að Viðlagatrygging bæti tjón á þekju bryggjunnar að einhverju leyti.