Tímabært að dusta rykið af línuskautum og hjólabrettum

Sundlaugin á HólmavíkÁ síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekinn fyrir undirskriftarlisti með áskorun frá íbúum Strandabyggðar um að skoða vandlega hvort hægt sé að setja upp aðstöðu fyrir hjólabretti og línuskauta. Sveitarstjórnin samþykkti samhljóða að verða við erindinu og var sveitarstjóra falið að skoða málið og fylgja því eftir. Einnig var tekið fyrir erindi frá Ungmennafélaginu Geislanum um fjölgun brauta í sundlauginni á Hólmavík úr þremur í fjórar. Sveitarstjórn stefnir að því að þessi fjölgun brauta verði að veruleika í haust. Sundlaugin á Hólmavík er 25 metra útilaug.