Þríþraut Héraðssambands Strandamanna

580-sund-holma3
Þríþraut HSS verður haldin þann 7. september næstkomandi á Hólmavík og hefst keppni klukkan 13:00 laugardaginn við Íþróttamiðstöðina. Vegalengdir í þessari þríþraut eru eftirfarandi og í þessari röð: 1. Hlaupa 5 km (Borgirnar), 2. Hjóla 8 km (Óshringurinn) og 3. Synda 200 m (Sundlaug Hólmavíkur). Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, sem er aðal markmiðið. Keppnin er ætluð öllum aldurshópum og engan sérstakan útbúnað í þessa þolþraut nema reiðhjól sem kemst um malarveg og sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni.

Ekkert keppnisgjald er tekið og skráning fer fram á tölvupósti: tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Mælt er með að keppendur mæti tímanlega til leiks.