Þokubakkar á bolludaginn

Í dag er bolludagurinn, ungum og öldnum til mikillar gleði. Á Hólmavík er ekkert bakarí, en þar hefur sá siður fest í sessi að á bolludagurinn stendur Foreldrafélag Grunnskólans fyrir fjáröflun. Foreldrar baka bollur í sjálfboðavinnu og hittast að morgni bolludagsins til að setja á þær viðeigandi rjóma og sultu. Síðan er bollunum dreift til fyrirtækja á staðnum, þannig að allir sem áhuga hafi fái bollur með kaffinu þann daginn. Mælist þetta ljómandi vel fyrir hjá fyrirtækjum á staðnum, enda eru foreldrarnir stundum þeim megin við borðið líka. Afrakstrinum er svo varið í kaup á margvíslegum búnaði sem foreldrafélagið telur að gæti nýst í skólanum og gefur honum.