Sumarmölin: Miðasalan er í fullum gangi

580-bryggjuhatid9
Forsala miða á fjölskyldutónleikana Sumarmölina sem fram fara í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardagskvöld er í fullum gangi. Salan fer fram á midi.is og er fólk eindregið hvatt til að tryggja sér miða í tæka tíð. Að tónleikunum loknum mun útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson þeyta skífum fyrir dans- og gleðiþyrsta tónleikagesti, en hann mun taka við um leið og Sumarmölin þagnar og mun hann leika sígilda smelli í bland við nýrri slagara. Aðgangur er ókeypis fyrir gesti hátíðarinnar, aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir en aðgangseyrinn er þá 2000 kr.

Á tónleikunum koma fram fleiri hljómsveitir en göturnar á Drangsnesi eru og dagskráin er klár:

20:00 – 20:20 Gógó Píurnar
20:30 – 21:00 Nolo
21:20 – 22:00 Ojba Rasta
22:20 – 22:40 Hemúllinn
23:00 – 23:40 Borko og Jónas Sigurðsson
23:50 – 00:30 Valdimar