Sumardvöl í sveit

Á sunnudaginn var opnuð sýningin Sumardvöl í sveit á Sauðfjársetrinu í Sævangi við hátíðlega athöfn. Esther Ösp Valdimarsdóttir mannfræðingur og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur opnuðu sýninguna og sögðu frá undirbúningi hennar, kaffihlaðborð var á boðstólum, Íris Guðbjartssdóttir á Klúku flutti tónlist og almennur fögnuður sveif yfir vötnum. Sýningin er í sérsýningarherbergi Sauðfjársetursins og í kaffistofu eru ljósmyndir og bækur sem tengjast efninu, auk blaðagreina á borðum. Á ganginum er einskonar gólfspil sem sýnir ferðalagið í sveitina og næsta sumar verður einnig leikur eða þrautabraut úti fyrir yngri kynslóðina. Sunneva Guðrún Þórðardóttir á Laugarholti myndskreytti sýninguna.

Opnun sýningarinnar – ljósm. Jón Jónsson/strandir.is