Styttist í að Strandamaður ársins 2010 verði kynntur!

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í kosningu á Strandamanni ársins 2010, en hægt er að kjósa undir þessum tengli. Fjórir Strandamenn koma til greina að þessu sinni, Arinbjörn Bernharðsson, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Ingvar Þór Pétursson og Jón Hallfreður Halldórsson. Fræðast má um afrek þeirra á árinu 2010 í þessari frétt. Frestur til að taka þátt rennur út á hádegi á morgun, föstudag.