Styrkir úr Húsafriðunarsjóði

Riis-hús á BorðeyriÍ mars var úthlutað styrkjum úr Húsafriðunarsjóði og fengu nokkur hús á Ströndum styrki. Hæsta framlagið að þessu sinni fékk Riis-hús á Borðeyri sem reist var 1862 eða 1 milljón króna. Riis-húsið á Borðeyri er friðað. 300 þúsund fengust til endurbóta á Bænhúsinu í Furufirði sem byggt var 1899. Þá kom 200 þúsund króna framlag til endurbóta á Steinhúsinu á Hólmavík sem byggt var 1911 og er elsta steinsteypta hús á Hólmavík. Þessir styrkir bætast við allmarga styrki sem Fjárlaganefnd Alþingis hafði þegar úthlutað fyrir síðustu áramót og fara einnig í gegnum Húsafriðunarnefnd.