strandir.is sex ára

Í dag eru sex ár síðan vefurinn strandir.is var opnaður formlega sem héraðsfréttavefur sem miðlar frétta- og mannlífsmolum af Ströndum og Strandamönnum. Þegar vefurinn var opnaður var hann kynntur sem jólagjöf til Strandamanna nær og fjær. Vefurinn er rekinn af fyrirtækinu Sögusmiðjunni. Jón Jónsson á Kirkjubóli hefur verið ritstjóri vefjarins frá upphafi og með honum í ritstjórn eru Sigurður Atlason og Arnar S. Jónsson. Í tilefni af afmælinu var ákveðið að vefurinn verði rekinn áfram enn um sinn.