strandir.is á afmæli í dag


Vefurinn strandir.is á afmæli í dag, hann var opnaður formlega fyrir átta árum og var þá kynntur sem jólagjöf Sögusmiðjunnar til Strandamanna nær og fjær. Frá opnun hafa rúmlega 7000 fréttir af mannlífi og atburðum á Ströndum verið settar á vefinn. Fjölmargir hafa sent efni og myndir til birtingar, en mest hafa lagt af mörkum Jón Jónsson ritstjóri, Arnar S. Jónsson, Sigurður Atlason og Dagrún Ósk Jónsdóttir. Á köflum hefur vefurinn verið mjög líflegur, en á stundum hefur líka verið ansi dauft yfir honum og lítið að gerast. Engu er lofað um framhaldið og hátíðahöld í tilefni dagsins hafa á sér yfirbragð naumhyggjunnar.