Strandatröll á snjósleðum

Stökkvandi snjósleðamaður - ljósm. www.123.is/strandatrollinSnjósleðamenn á Ströndum hafa nóg við að vera þessa dagana og alltaf þegar vel viðrar er brunað upp á Steingrímsfjarðarheiði til leikja og leiðangra. Sleðamenn á Hólmavík og nágrenni hafa stofnað með sér félag sem heitir Strandatröllin og búið er að koma upp bloggsíðu með fréttum og myndum af ferðalögum og þrotlausum sleða- og stökkæfingum. Meðfylgjandi mynd er tekin af vefsíðu hópsins á slóðinni www.123.is/strandatrollin sem Agnar Már Kristinsson hefur umsjón með.