Strandamenn verða stúdentar

Fréttavefurinn strandir.is hefur haft spurnir af þremur Strandamönnum sem útskrifuðust með stúdentspróf núna yfir jólin. Þetta eru hólmvísku stúlkurnar Karen Daðadóttir og Guðný Guðmundsdóttir og fengu þær báðar verðlaun fyrir góðan námsárangur við útskriftina. Karen varð stúdent frá Borgarholtsskóla og fékk verðlaun fyrir góða frammistöðu í dönsku. Guðný varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og hlaut tvenn verðlaun, fyrir góða frammistöðu í íslensku og ensku. Þá varð Eygló Jónsdóttir hárgreiðslumeistari frá Drangsnesi og núverandi Grundfirðingur fyrsti stúdentinn til að útskrifast frá Fjölbrautaskólanum í Grundarfirði nú fyrir jólin.

Ljósm. af vef Borgarholtsskóla