Strandamenn sigruðu á Samvest

samvest10

Það var mikið fjör á söngkeppninni Samvest á Hólmavík í kvöld þar sem mörg skemmtileg vestfirsk atriði kepptu. Það voru Strandamenn sem fóru með sigur af hólmi að þessu sinni, söngkonurnar Harpa Óskars og Kristín Lilja Sverrisdóttir, Friðsteinn Helgi Guðmundsson spilaði á gítar og Elísa Mjöll Sigurðardóttir á hristur. Þau fluttu lagið Í draumaheimi sem er íslensk útgáfa Arnars Snæbergs Jónssonar af laginu Best song ever. Í öðru sæti var hópur frá Flateyri og Ísafirði þar sem Þór Engholm söng Six Weeks ásamt Önnu Aniku sem samdi textann og Karolinu Júlíu. Á trommur spilaði Magnús Ingi og Laurence Sif sá um klukkuspil. Í þriðja sæti urðu söngkonur frá Ísafirði sem sungu lagið Ást, Hildur María Sigurðardóttir og Hekla Hallgrímsdóttir sem spilaði einnig á fiðlu og Pétur Ernir Svavarsson spilaði undir á píanó. Tvö fyrstu atriðin komast á söngkeppni Samfés í Reykjavík í mars. Keppendur stóðu sig með sóma og keppnin var bráðskemmtileg.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Jón Jónsson á skemmtuninni.

samvest8

samvest1 samvest2 samvest3 samvest3b samvest4 samvest5 samvest6 samvest7  samvest9 samvest11 samvest12 trausti