Strandamaður ársins 2005 heiðraður

Ein af óvæntu uppákomum helgarinnar í Perlunni var þegar Guðbrandur Einarsson bóndi á Broddanesi, nuddari og göngugarpur, var heiðraður fyrir að vera valinn Strandamaður ársins 2005. Það var fréttavefurinn strandir.is sem stóð fyrir þeirri uppákomu og var strax um áramótin ákveðið að afhending verðlaunanna færi fram í Perlunni. Fékk Guðbrandur afhentan veglegan blómvönd, auk gjafa frá fréttavefnum strandir.is, Strandagaldri, veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík og Sauðfjársetrinu. Það var Arnar S. Jónsson í ritstjórn strandir.is sem afhenti Guðbrandi verðlaunin á stóra sviðinu í Perlunni.

Ljósm. Jón Jónsson