Strandabyggð styrkir Kvennakórinn Norðurljós

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar var tekin fyrir beiðni um styrk frá Kvennakórnum Norðurljós á Hólmavík, þar sem farið er fram á styrk vegna starfsemi kórsins á árinu, en hann hefur verið óvenjulega öflugur þetta árið og framundan er ferðalag til Skotlands. Samþykkt var samhljóða að styrkja kórinn um 100.000 kr eins og fram kemur í fundargerðinni sem vistuð er hér á vefnum.