Stórskemmtileg sviðaveisla á Sauðfjársetrinu

svidav2 Það var mikið líf og fjör á sviðaveislu á Sauðfjársetrinu laugardaginn 19. október. Á veisluborði voru sviðalappir og sviðasulta, heit, söltuð og reykt svið og í eftirrétt gátu menn valið um rabbarbaragraut, fjallagrasamjólk og blóðgraut. Viðar Guðmundsson tónlistarmaður og bóndi í Miðhúsum fór á kostum sem veislustjóri og stjórnaði m.a. bingói fyrir gesti, auk þess sem systurnar Barbara og Íris Guðbjartsdætur sungu og skemmtu.

Arnar S. Jónsson frá Steinadal var með uppistand og endaði á því að kalla Jón Jónsson bróðir sinn á svið til að láta hann leika með sér leikþátt óundirbúinn. Átti það að kallast hefnd fyrir öll þau skipti sem sá hafði fengið Arnar til að gera eitthvað sprell á leiksviði með litlum fyrirvara. Gekk þó leikþátturinn öldungis bærilega og vakti töluverða lukku.

svidav4

svidav1

svidav3