Stórleikur hjá liði Snæfells/Geislans


Það er stórleikur í boltanum um helgina þegar Snæfell/Geislinn mætir nágrönnum okkar Strandamanna frá Hvammstanga og Blönduósi á laugardaginn í hörkuleik. Leikið verður á Stykkishólmsvelli og hefst leikurinn kl. 14:00. Þessi leikur er afar áríðandi fyrir bæði lið, því þau hafa hvort um sig 1 stig eftir 3 leiki og stefna bæði að sínum fyrsta sigri í sumar. Ókeypis aðgangur er fyrir alla og eru Strandamenn nær og fjær hvattir til að fjölmenna og hvetja sína menn til dáða.

Fyrstu 3 leikir Snæfells/Geislands í deildakeppninni hafa farið svo:

Berserkir – Snæfell/Geislinn  3-0
Snæfell/Geislinn – KH (Valsmenn)  2-2
Skínandi (Stjörnumenn) – Snæfell/Geislinn  4-2

Í efsta sæti í riðlinum er Skínandi með 9 stig, Berserkir með 7, KB, KH og Skallagrímur með 4, Stálúlfur með 3 og Snæfell/Geislinn og Kormákur/Hvöt með 1.