Stórglæsilegt tertuhlaðborð á Hamingjudögum

Að venju var einn af hápunktum Hamingjudaga á Hólmavík tertuveisla á laugardagskvöldi. Íbúar kepptust við að skreyta kökur, tertur og hnallþórur og komu með þær á hlaðborðið í Fiskmarkaðinum. Þar var svo öllum íbúum og gestum Hamingjudaga boðið að njóta kræsinga af gnægtaborði og létu þeir ekki á sér stranda, heldur röðuðu í sig kökunum þar til allt góðgætið var að mestu uppurið. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir skreytingar, fyrir best skreyttu kökuna, hamingjusömustu tertuna og þá girnilegustu. Bræðurnir Vignir, Ómar og Ingimundur frá Grund voru í dómnefnd. Sveitarstjórn Strandabyggðar sá um að uppvarta í selskapnum.  

0

Hnall

atburdir/2011/640-hnallthorur9.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur7.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur6.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur5.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur3.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur2.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur17.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur14.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur13.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur12.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur10.jpg

atburdir/2011/640-hnallthorur1.jpg

Hnallþóruhlaðborð á Hamingjudögum – ljósm. Jón Jónsson