Stórdansleikir á Ströndum

Í kvöld verður heilmikill dansleikur í félagasheimilinu Árnesi í Trékyllisvík þar sem hljómsveitin BG frá Ísafirði leikur fyrir dansi. Böll í Trékyllisvík eru rómuð fyrir fjör og gleðskap. Annað kvöld verður síðan stórdiskótek á sama stað og á laugardagskvöldið treður trúbadorinn Bjarni Ómar upp á Café Riis á Hólmavík. Verður ábyggilega mikið fjör á báðum stöðum enda heyrir maður á öllu að það er stemmning fyrir skemmtanahaldinu þessa verslunarmannahelgina.