Stoppleikhúsið á Borðeyri og Hólmavík

Undanfarin ár hefur Stoppleikhópurinn komið í Húnavatns- og Strandasýslur og sýnt leikrit fyrir yngri börn með stuðningi Húnavatnsprófastsdæmis og kirkna innan þess. Núna á mánudaginn 30. apríl verður Stoppleikhópurinn á ferðinni í Strandasýslu og sýnir þá leikritið Eldfærin eftir sögu H.C. Andersen. Sýningarnar verða í grunnskólanum á Borðeyri kl. 11:00 og í Hólmavíkurkirkju kl. 13:45. Þær eru einkum ætlaðar börnum á leikskólaaldri og börnum í 1-4. bekk grunnskóla, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.