Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík heimsækir ferðaþjóna


Starfsfólk Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík er nú á yfirreið um Strandir, heimsækir ferðaþjóna og kynnir sér þá fjölbreyttu þjónustu sem stendur til boða á svæðinu. Í dag var farið um sunnanverðar Strandir og í Bjarnarfjörð, en á morgun liggur leiðin norður í Árneshrepp. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er opin yfir sumartímann frá 1. júní – 15. september milli kl. 9-18 alla daga og er til húsa í austurhúsi Galdrasýningarinnar á Hólmavík. Sveitarstjórn Strandabyggðar og Strandagaldur hafa gert samning um að Strandagaldur hafi umsjón með rekstri miðstöðvarinnar yfir sumartímann árin 2012-2014.

Sveitarfélögin Kaldrananeshreppur og Árneshreppur hafa einnig stutt við rekstur miðstöðvarinnar.