Spunakvöld hjá Leikfélagi Hólmavíkur

580-leikferd3
Í kvöld, föstudaginn 28. desember verður haldið spunakvöld – keppni í leikhússporti – á vegum Leikfélags Hólmavíkur. Skemmtunin er haldin á Café Riis á Hólmavík og hefst kl. 21:00. Aðgangseyrir er enginn, en allir eru velkomnir, hvort heldur sem þeir vilja taka þátt eða horfa á hina spreyta sig í spunaleik.