Spilavist og bingó í Tjarnarlundi


Spilavist er á dagskrá í Tjarnarlundi í Saurbæ að kvöldi skírdags, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 20:00. Veglegir vinningar eru í boði og allir hjartanlega velkomnir. Einnig verður haldið bingó í Tjarnarlundi laugardaginn 7. apríl og hefst það á sama tíma. Mjög góð mæting var á páskabingó sem haldið var á Hólmavík í gærkvöld og voru margir vinningar þar í formi páskaeggja. Það voru Danmerkurfarar í 8.-9. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem stóðu fyrir því.