Söngkeppni frestað

Á skammri stund skipast veður í lofti, segir máltækið. Nú hefur árlegri söngkeppni þeirri sem boðuð hefur verið í Bragganum á næstu helgi verið frestað og verður hún samkvæmt heimildum vefjarins strandir.is haldin föstudaginn 28. október í staðinn. Fá því karókí-söngvarar á Ströndum og í nærsveitum aukið svigrúm til raddæfinga og undirbúnings, búningagerðar og þróun dansatriða. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að skrá sig hjá Báru á Café Riis, sem m.a. er að finna á Facebook.