Söngkeppni á Café Riis

Salbjörg sigraði í fyrraÁ laugardaginn, 1. nóvember, verður haldin söngkeppni í Bragganum á Hólmavík. Keppnin er einhvers konar afbrigði af karókíkeppni sem Riis hefur staðið fyrir undanfarin ár, en það heyrir helst til nýjunga að nú verður leyft að flytja frumsamin lög og að annað lag hvers flytjanda verður jólalag. Þegar rætt var við Báru vert á Riis í dag var útlit fyrir að aðeins yrði eitt keppniskvöld þetta árið en keppendur yrðu um það bil tíu, sem er meiri þátttaka en í fyrra. Kemur það meðal annars til af því að mikið er að gera í menningarlífinu á Ströndum þessa dagana og jólahlaðborð framundan, margir fara á fleiri en eitt. Bára var þó mjög bjartsýn á söngkeppnina og var að taka til tertur handa keppendum þegar fréttaritari hitti hana í hádeginu í dag.