Sólstrandarlíf á Selströnd í dag

Veðrið hefur leikið við Strandamenn í dag og gær og má segja að sumarið hafi tyllt niður stóru tánni til að vekja okkur af vetrardvalanum. Náttúran er að vakna til lífsins, hunangsflugur sáust í görðum við Steingrímsfjörð í dag, fyrstu gæsirnar eru búnar að verpa og maríuerla og steindepill hafa bæst í hóp farfuglanna sem komnir eru á Strandir. Krakkarnir á meðfylgjandi myndum voru að leik í fjörunni við Hveravík.

Sumarstemmning í fjörunni við Hveravík – ljósm. Jenný Jensdóttir