Sögustund í kvöld og á morgun

Í kvöld, laugardagskvöld kl. 20:30 og á morgun kl. 14:00, verður haldin á vegum Leikfélags Hólmavíkur og Félags eldri borgara í Strandasýslu svokölluð Sögustund í reiðskemmunni við Víðidalsá. Á sögustund geta ungir sem aldnir mætt og hlýtt á þjóðsögur af Ströndum í flutningi leikfélaga og um leið gætt sér á gómsætu kaffi sem félag eldri borgara sér um að framreiða. Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir 14-66 ára, kr. 600 fyrir 6-13 ára og 67 ára og eldri og frítt fyrir 5 ára og yngri. Kaffi er innifalið í verði þannig að gestir fá aldeilis nóg fyrir aurinn. Miðapantanir eru í síma 456-3626, en rétt er að panta tímanlega þar sem sætaframboð er ekki ótakmarkað.

Undirbúningur á fullu fyrir Sögustundina. Ljósm. Arnar Jónsson/strandir.is