Sögustund á Sauðfjársetrinu


Það verður vöffludagur á Sauðfjársetri á Ströndum í dag, laugardag, en þar er opið frá 13-18 um helgina 8.-9. sept. Á boðstólum í dag er vöffluhlaðborð og kjötsúpa. Á sunnudag er einnig opið frá 13-18, en þá er pönnukökuþema á setrinu og pönnukökur á hlaðborði. Sögustund er á dagskránni á sunnudag kl. 17:00, en þá ætlar Jón Jónsson á Kirkjubóli að segja frá Strandamanninum Gunnu fótalausu. Allir eru velkomnir.