Söfnun heyrúlluplasts til endurvinnslu

Sorpsamlag Strandasýslu vekur athygli á því að það hyggst nú í samvinnu við bændur safna heyrúlluplasti til endurvinnslu í sveitum á Ströndum. Verða farnar 1-2 ferðir á ári til þess eftir þörfum. Í fréttatilkynningu frá Sorpsamlaginu kemur fram að mikilvægt sé að plastið sé hreint til að það sé endurvinnsluhæft og að best er að safna því í kör, en net eða bönd eiga ekki að fylgja. Þeir aðilar sem vilja losna við heyrúlluplastið eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 451-3510 eða senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@holmavik.is. Jafnframt er bent á að bannað er að setja rúlluplast í sorpgáma.