Skötuveisla á Café Riis

320-skotuveislan

Árleg skötuveisla Café Riis er haldin í dag, laugardaginn 20. desember. Húsið opnar klukkan 18:30 og er því lofað að blessaður skötuilmurinn nái alla leið inn á Kópnes. Á boðstólum er margvíslegt góðgæti, kæst skata, tindabykkja, siginn fiskur, selspik, hnoðmör og hamsar. Einnig er broddur á borðum, kæstur hákarl, tvíreykt hangilæri af algerum sauð, þrumari, saltfiskur og fleira.