Skákmót í Trékyllisvík á laugardag

Laugardaginn 5. janúar kl. 14 verður haldið skákmót í samkomuhúsinu í Árnesi í Trékyllisvík. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið markar upphaf að starfi Hróksins á nýju ári, en framundan eru meðal annars heimsóknir í alla grunnskóla á Íslandi, starf meðal fatlaðra, eldri borgara, fanga og á Barnaspítala Hringsins. Þá verður 10 ára afmæli Hróksins fagnað í haust með margvíslegum viðburðum.