Skagfirskir verktakar vinna af kappi

Gengið frá kantinumÞað var mikið um að vera í vegagerðinni við Bassastaði þegar tíðindamaður strandir.is átti leið þar um með myndavélina í gær. Nýja vegstæðið er komið í gagnið, en alls er unnið á 3,9 kílómetra kafla að þessu sinni, frá því rétt innan við vegamótin við Geirmundastaði, yfir brúna um Selá og fram hjá Bassastöðum og út að bundna slitlaginu við vegamótin á Bjarnarfjarðarháls. Eftir stendur þá 2,5 kílómetra kafli innst í Steingrímsfirði sem enn hefur ekki verið boðinn út. Það voru margar vélar og bílar í gangi hjá Skagfirskum verktökum og virtist verkið ganga greiðlega.  

Kanturinn lagaður

Séð yfir Steingrímsfjörð að Bassastöðum – veglínan nýja sést vel og einnig að haustlitirnir eru farnir að setja svip á landið 

vegamal/580-skagfirskir5.jpg

vegamal/580-skagfirskir4.jpg

Vegagerð við Steingrímsfjörð, verið að snyrta kantana og moka burt gamla veginum

vegamal/580-skagfirskir2.jpg

Unnið við að mala efni lítið eitt utar við fjörðinn – ljósm. Jón Jónsson