Sjónvarpsþáttaröð um Geirmund heljarskinn

Samkvæmt frétt á ruv.is stendur til að gera sjónvarpsþáttaröð byggða á bók Strandamannsins Bergsveins Birgissonar um landnámsmanninn Geirmund heljarskinn. Bergsveinn hefur bæði gefið út Geirmundar sögu og fræðiritið Leitin að svarta víkingnum, þá síðarnefndu fyrst á norsku og síðan íslensku. Þættirnir verða framleiddir af Paramount Pictures og leikstýrt af Norðmanninum Morten Tyldum. Nánar er sagt frá þessum fyrirætlunum undir þessum tengli á ruv.is. Meðfylgjandi mynd af Bergsveini er einnig fengin þaðan.