Sjálfboðaliða vantar í lokatörnina

Nú er komið að lokatörninni í sjálfboðaliðavinnu við íþróttavöllinn í Brandskjólum á Hólmavík og er mæting þriðjudagskvöldið kl. 19:30 við Íþróttamiðstöðina. Þegar hafa sjálfboðaliðar unnið í vellinum þrjú kvöld og sést vel fyrir endann á verkefninu. Allir eru hvattir til að mæta og leggja hönd á plóginn við að búa í haginn fyrir æskuna og íþróttamenn á staðnum. Veðurspáin er góð eins og sjá má glögglega á nýjum veðurvef á slóðinni www.vedur.is en þó borgar sig að vera í góðum hlífðarfötum.