Símaviðtal við skíðagöngukappa

Skíðagöngukapparnir úr Strandabyggð þeir Rósmundur Númason og Birkir Þór Stefánsson kláruðu hina heimskunnu Vasagöngu, skíðagönguna í Svíþjóð, með bravúr eins og komið hefur áður fram hér á strandir.is. Tíðindamaður strandir.is átti stutt símaviðtal við þá félaga nú í kvöld eftir að þeir voru komnir í hús og slökuðu á eftir atganginn.