Síðdegistónleikar Sumarauka

Laugardaginn 11. september heldur dúóið Sumarauki sumaraukatónleika á Kaffi Galdri sem hefjast kl. 17:00. Bandið er skipað þeim Þórhildi Grétarsdóttur og Skúla Gautasyni sem eru í sinni árlegu seinni sumarferð á Víðidalsá. Dagskráin samanstendur af íslenskum slögurum eftir Megas, Bubba og Magnús Mannakorn Eiríksson. Þau hjónakornin tókust á um það í Galdragarðinum í dag í sjómanni hvort þeirra mætti byrja. Þórhildur vann og Skúli tapaði og þarf að syngja eitt ship og hoj í staðinn. En svo mikið er víst að rjóminn mun fljóta á Kaffi Galdri meðan þau hjónakornin láta tónana hljóma seinnipartinn.