Selur flatmagar við Sævang

Það hlýtur að vera gott að vera selur og flatmaga í sjónum og sólinni, með endur og fleiri fugla syndandi og fljúgandi allt um kring. Þessi selur liggur við gönguleiðina út í Kirkjusker sem er beint fyrir neðan Sævang, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Leiðin úr í sker kemur upp úr á fjöru. Hann saknar kannski barnanna sem voru þarna flesta daga í sumar við margvíslega verkefnavinnu, á námskeiðum og að skemmta sér. Nú eru þau öll komin í skóla og selurinn aftur orðinn kóngur í ríki sínu og flatmagar að vild og fylgist grannt með náttúrunni og mannfólkinu sem röltir um í fjörunni. Stoppar jafnvel bílana til að taka af honum mynd. Það finnst selnum skemmtilegt, mannaskoðun er ein hans uppáhalds iðja.