Sævangur í 60 ár

Um helgina eru liðin 60 ár síðan félagsheimilið Sævangur var vígt árið 1957. Af því tilefni verður kaffihlaðborð á boðstólum hjá Sauðfjársetrinu laugardaginn 15. júlí frá kl. 14-18. Viðburður verður kl. 16 þar sem sagt verður frá og spjallað um Sævang. Verð fyrir hlaðborðið er kr. 1.800.- fyrir fullorðna og 1.000.- fyrir 7-12 ára, frítt fyrir yngri. Sauðfjársetrið óskar einnig eftir gömlum myndum sem tengjast Sævangi til að skanna og varðveita. Tekið verður á móti myndum um helgina.

Sunnudaginn 16. júlí verður síðan Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum haldið á Sævangsvelli og hefst kl. 13. Vefurinn hvetur alla til að skella sér á héraðsmót, keppa eða fylgjast með fjörinu.