Reykhóladagar um helgina


Reykhóladagar eru haldnir hátíðlegir dagana 25.-28. júlí í ár og er mikil dagskrá, einkum föstudag og laugardag. Gamlar dráttarvélar gegna mikilvægu hlutverki í dagskránni á laguardaginn og keppt verður í dráttarvélafimi við Báta- og hlunnindasýninguna kl. 14:00. Á laugardagskvöld verður kvöldskemmtun og veisla í íþróttahúsinu á Reykhólum. Allar upplýsingar og dagskrá hátíðirinnar má nálgast á www.reykholar.is.